Friday, May 19, 2006

Meiri núðlur

Ætla að prófa þetta á eftir...

250 g asískar eggjanúðlur
250 g sperkilkál
3 msk sojasósa
1 msk olía
2 tsk sesamolía
1 stórt hvítlauksrif
1 tsk sítrónubörkur
3 msk cashew-hnetur

Rífið spergilkálið í bita og gufusjóðið eða setjið örskamma stund í sjóðandi vatn. Sjóðið vatn í potti. Setjið núðlurnar í og takið af hitanum. Látið þær liggja í 4 mín í pottinum, hrærið í af og til. Sigtið svo vatnið frá. Hrærið saman í salatskál sjojasósu, ólíu og sesamolíu. Merjið hvítlaukinn og setjið saman við ásamt sítrónuberkinum. Myljið cashew-hneturnar út í. Hrærið. Setjið núðlurnar varlega saman við ásamt spergilkálinu.

Vona að þetta verði gott... uppskriftin er úr Nýju lífi - tbl sem Beta er í!

Monday, April 24, 2006

Núðlur

Núðlur
2 egg
Grænmeti (við notuðum rauðlauk, papriku og gulrætur)
Teriyaki sósa
Worchester sósa
Hlynsýróp
Ólífuolía
Smá salt

Núðlur settar í sjóðandi vatn. Tekið af hitanum og látið standa í 4 mín. Vatni hellt af og núðlurnar skolaðar í köldu vatni. Grænmetið skorið niður og steikt á pönnu. Sett til hliðar. Eggin hrærð á pönnunni. Núðlum bætt út í og blöndu af Teriyaki sósu, Worchester sósu (örlítið), hlynsýrópi og ólífuolíu hellt yfir. Grænmetið sett út í, öllu blandað saman og saltað.