Friday, May 19, 2006

Meiri núðlur

Ætla að prófa þetta á eftir...

250 g asískar eggjanúðlur
250 g sperkilkál
3 msk sojasósa
1 msk olía
2 tsk sesamolía
1 stórt hvítlauksrif
1 tsk sítrónubörkur
3 msk cashew-hnetur

Rífið spergilkálið í bita og gufusjóðið eða setjið örskamma stund í sjóðandi vatn. Sjóðið vatn í potti. Setjið núðlurnar í og takið af hitanum. Látið þær liggja í 4 mín í pottinum, hrærið í af og til. Sigtið svo vatnið frá. Hrærið saman í salatskál sjojasósu, ólíu og sesamolíu. Merjið hvítlaukinn og setjið saman við ásamt sítrónuberkinum. Myljið cashew-hneturnar út í. Hrærið. Setjið núðlurnar varlega saman við ásamt spergilkálinu.

Vona að þetta verði gott... uppskriftin er úr Nýju lífi - tbl sem Beta er í!

1 Comments:

Blogger katrín anna said...

Breytingartillaga:

* Nota sítrónusafa í staðinn fyrir börkinn... börkurinn gefur aðeins beiskt bragð.
* Minni hvítlauk
* Meiri hnetur

Ekkert betra að setja Teriyaki sósu - prófuðum það í seinni umferð. Deyfir samt bragðið af samblöndunni af salti og hvítlauk - ef e-m finnst það of mikið.

9:39 PM  

Post a Comment

<< Home